Kort
Með kortaforritinu geturðu skoðað kort fyrir ýmsar borgir og lönd, leitað að
heimilisföngum og áhugaverðum stöðum, gert leiðaráætlanir milli staða, vistað
núverandi staðsetningu þína á kortinu ef þú ert með GPS-tengingu og vistað
staðsetningar og sent þær í samhæf tæki. Einnig er hægt að kaupa leyfi fyrir
leiðsöguþjónustu með raddleiðsögn. Þjónustan er ekki í boði í öllum löndum eða
svæðum.