Nokia 7230 - Takkalás

background image

Takkalás

Til að koma í veg fyrir að ýtt sé á takkana í ógáti, lokarðu símanum og velur

Læsa

innan

5 sekúndna til að læsa tökkum símans (takkaborðinu).

Til að aflæsa takkaborðinu skaltu velja

Úr lás

>

Í lagi

, eða opna símann. Ef kveikt er á

öryggistakkavaranum skaltu slá inn öryggisnúmerið þegar beiðni um það birtist.

Til að láta takkaborðið læsast sjálfkrafa eftir fyrirfram ákveðinn tíma, þegar síminn er í

biðstöðu, velurðu

Valmynd

>

Stillingar

>

Símastillingar

>

Sjálfvirkur takkavari

>

Virkur

.

10 Tækið tekið í notkun

background image

Ýtt er á hringitakkann til að svara símtali þegar takkaborðið er læst. Þegar lagt er á eða

símtali er hafnað læsist takkaborðið sjálfkrafa.

Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.