Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki
Tækið gengur fyrir endurhlaðanlegri rafhlöðu. Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-4CT rafhlöðu. Hugsanlega verða hægt
að fá aðrar gerðir rafhlaðna frá Nokia fyrir þetta tæki. Tækið er ætlað til notkunar þegar það er hlaðið með eftirfarandi
hleðslutækjum: AC-3. Númer hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir klónni sem er notuð. Gerð klóarinnar er auðkennd
með einu af eftirfarandi: E, EB, X, AR, U, A, C, K eða UB.
Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er
orðinn mun styttri en eðlilegt er skal skipta um rafhlöðu. Aðeins skal nota rafhlöður sem samþykktar eru af Nokia og aðeins
skal endurhlaða rafhlöðu með hleðslutækjum sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki.
Vöru- og öryggisupplýsingar 31
Ef verið er að nota rafhlöðu í fyrsta skipti, eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð í langan tíma, kann að vera nauðsynlegt að
tengja hleðslutækið, aftengja það síðan og tengja það aftur til að hefja hleðsluna. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar
mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Rétt hleðsla. Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu og tækið þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa
fullhlaðna rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar
hleðslunni smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.
Forðist mikið frost eða mikinn hita. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F).
Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta að starfa
tímabundið. Einkum hefur mikið frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.
Ekki tengja framhjá. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur, svo sem mynt, bréfaklemma eða penni veldur
beinni tengingu milli + og - skautanna á rafhlöðunni. (Þau líta út eins og málmrendur á rafhlöðunni.) Til dæmis getur þetta
gerst þegar vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða
hlutnum sem veldur tengingunni.
Losun. Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og
reglugerðir. Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Leki. Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, gata eða tæta rafhlöður. Fari rafhlaðan að leka skaltu forðast að hún
komist í snertingu húð eða augu. Gerist það skal hreinsa svæði sem komast í snertingu við rafhlöðuna með vatni eða leita